ISShCh RW-13 Holtabergs Amíra Fjóla, C.I.E. SLO CH ISShCh RW-14 Vadászfai Oportó og C.I.E. ISShCh Jarðar Fífa

ISShCh RW-13 Holtabergs Amíra Fjóla, C.I.E. SLO CH ISShCh RW-14 Vadászfai Oportó og C.I.E. ISShCh Jarðar Fífa

Stórhundadagar í Garðheimum

10. október 2016
Stórhundadagar í Garðheimum er orðinn árlegur viðburður, en þá fá deildir innan Hundaræktarfélags Íslands tækifæri til að kynna tegundir sínar. Fuglahundadeild hefur undanfarin ár verið með glæsilegan bás í Garðheimum og kynnt þar fuglahunda sem tilheyra tegundahópi 7. Oportó og Kjarrhóla Krafla dóttir hans, sem er í eigu Axels Jóns Fjeldsted, voru í básnum fyrir hönd Ungversku vizslunnar og vöktu verðskulda athygli. Það var mikið spurt um tegundina, væntanleg got, innflutning og margt fleira. Mér þótti einkar ánægjulegt að heyra hvað margir fara inn á þessa síðu til að fylgjast með okkar frábæru tegund.
Takk fyrir innlitið allir :)

Nokkrar myndir frá kynningunni í myndabanka

 

Oportó og afkvæmi 1. sæti

4. september 2016
Flottur árangur hjá Ungversku vizslunni á Haustsýningu HRFÍ að vanda. Oportó og afkvæmi hans, Fjóla, Hugo og Embla urðu í 1. sæti í Besti afkvæmahópur dagsins. Held bara að þessi hópur hafi alltaf fengið sæti í úrslitum og tvisvar sinnum það fyrsta. Hugo var valinn Besti hundur tegundar með Alþjóðlegt meistarastig og hlaut 4. sæti í tegundahópi 7. Embla varð Annar besti hundur tegundar með Alþjóðlegt meistarastig. Oportó og Fjóla voru sýnd í parakeppni og fengu heiðursverðlaun. Oportó var sýndur í öldungaflokki og fékk heiðursverðlaun.

C.I.E ISShCh SLOCh RW-16 RW-14 Vadászfai Oportó, Excellent, Heiðursverðlaun
ISShCh RW-15 NLW-15 Loki (Hugo), Excellent, Meistaraefni, Besti rakki, CACIB, BOB, BIG-4
ISShCh RW-16 NLW-15 Embla, Excellent, Meistaraefni, Besta tík, CACIB, BOS
ISShCh RW-13 Holtabergs Amíra Fjóla, Excellent, Meistaraefni, Besta tík II, vara-CACIB
Oportó og afkvæmi (Fjóla, Hugo og Embla), Heiðursverðlaun
Parakeppni, Oportó og Fjóla, Heiðursverðlaun

Dómari: Collette Muldoon frá Írlandi

Myndir frá sýningunni er að finna í myndabanka :)

Holtabergs Atlas 2011 - 2016

13. ágúst 2016
Holtabergs Atlas er fallinn frá aðeins 5 ára gamall, en hann greindist nýverið með eitlakrabbamein.  Atlas kom fyrstur í heiminn í sex hvolpa goti Fífu og Oportós. Við vorum fljót að sjá að þarna var á ferðinni ákaflega fallegur hvolpur með yndislegt geðslag.  Atlas fékk bestu eigendur sem hægt var að óska sér, en það voru þau Gunnlaugur Már Briem og Ísabella dóttir hans.   Atlas var ekki bara fallegur, hann tók þátt í sækiprófi fyrir fuglahunda og hlaut þar 2. einkunn, en aðeins tvær vizslur á Íslandi hafa hlotið einkunnir á viðurkenndum prófum fyrir fuglahunda. Það var gaman að fylgjast með þeim Atlasi og Gulla þegar að þeir voru að æfa undir prófið, þá sá maður svo vel vináttuna og virðinguna sem þeir höfðu hvor fyrir öðrum. Við sendum Gulla og Ísabellu okkar innilegustu samúðarkveðjur,  Atlas er sárt saknað. Við fengum leyfi til að birta hérna færslu sem Gulli setti inn á facebooksíðu sína ásamt nokkrum myndum af Atlasi með fjölskyldu sinni, en þær eru að finna í myndabanka.

"Við Ísabella kvöddum nýlega þennan góða vin okkar eftir alltof stutt veikindi. Hann var einn af fjölskyldunni og fáir viðburðir síðustu ár sem hann deildi ekki með okkur, hvort sem það voru ferðalög, gönguferðir eða bara að horfa á barnatímann upp í sófa um helgar. Það er magnað hvað góður vinur getur gefið manni mikið, og skiptir þá litlu hvort maður deili tungumáli eða fótleggjafjölda. Söknum þessa ljúflings og vinar, og óhætt að segja að það er tómlegra án hans hér á heimilinu."
 

 

Sumarsýning HRFÍ 2016

25. júlí 2016
Hin árlega útisýning, Reykjavík Winner og Alþjóðleg sýning HRFÍ var haldin helgina 22.-23. júlí í Víðidal. Á Reykjavík Winner sýninguna voru skráðar 4 vizslur, Oportó og þrjú afkvæmi hans, Fjóla, Hugo og Embla. Embla var valin Besti hundur tegundar og Oportó Annar besti hundur tegundar, hlutu þau bæði titilinn Reykjavík Winner 2016. Oportó fékk jafnframt öldungameistarastig en hann var sýndur í öldungaflokki í fyrsta skipti. Öldungaflokkur er fyrir hunda 8 ára og eldri. Í úrslitum í tegundahópi 7 hafnaði Embla í 4. sæti. Oportó var sýndur ásamt afkvæmum og fékk hópurinn Heiðursverðlaun og 4. sæti í Besti afkvæmahópur dagsins. Á Alþjóðlegu sýningunni voru Oportó, Hugo og Embla skráðar. Hugo var valinn Besti hundur tegundar og Embla varð Annar besti hundur tegundar. Þau hlutu bæði Alþjóðlegt meistarastig. Í úrslitum í tegundahópi 7 varð Hugo í 3. sæti. Oportó fékk sitt annað öldungameistarastig. Virkilega skemmtileg helgi og gaman að upplifa enn og aftur hvað við erum með hunda í góðum gæðum.  Eigendum Emblu og Hugos, þeim Eddu Sigurðardóttur og Ragnari Má og Ellu, óskum við innilega til hamingju með árangurinn.

Úrslit sýningarinnar má sjá hérna fyrir neðan

Myndir frá sýningunni er að finna í myndabanka

Úrslit Sumarsýningar 2016

Reykjavík Winner 23. júlí 2016
C.I.E ISShCh SLOCh RW-16 RW-14 Vadászfai Oportó, Excellent, Meistaraefni, BOS, Reykjavík Winner 2016, Veteran CC
ISShCh RW-15 NLW-15 Loki (Hugo), Excellent, Meistaraefni, Besti rakki II
RW-16 NLW-15 Embla, Excellent, Meistaraefni, BOB, Reykjavík Winner, BIG-4
ISShCh RW-13 Holtabergs Amíra Fjóla, Excellent
Oportó og afkvæmi (Fjóla, Hugo, Embla) Heiðursverðlaun og 4. Besti afkvæmahópur dagsins

Dómari: Andrzej Kazmierski frá Pólland

Alþjóðleg sýning 24. júlí 2016
C.I.E ISShCh SLOCh RW-14 Vadászfai Oportó, Excellent, Meistaraefni, Besti rakki II, Veteran CC
ISShCh RW-15 NLW-15 Loki (Hugo), Excellent, Meistaraefni, BOB, CACIB, BIG-3
RW-16 NLW-15 Embla, Excellent, Meistaraefni, BOS, CACIB

Dómari: Markku Mahönen frá Finnlandi

Grein á vefsíðunni itnHungarian.com

11. júlí 2016
Á vefsíðunni itnhungarian.com er að finna frábæra grein, skrifaða af góðri vinkonu minni Katalin Poór, fyrir Ungverska hundaræktarfélagið. Katalin kynntist ég þegar að við fluttum Oportó inn frá Ungverjalandi. Hún hefur alla tíð verið mér innan handar varðandi allt sem viðkemur Ungversku vizslunni enda sérfræðingur í tegundinni. Ég er ótrúlega þakklát fyrir að hafa kynnst henni og notið leiðsagnar hennar.
Hérna er greinin: http://www.itshungarian.com/made-in-hungary/hungarian-dog-breeds-shortha...

Glæsilegur árangur Hugos

27. febrúar 2016
Enn og aftur kom, sá og sigraði Hugo á febrúarsýningu HRFÍ. Hann var valinn Besti hundur tegundar, hlaut 1. sæti í tegundahópi 7 og varð 3. besti hundur sýningar. Það er frábært að fylgjast með Hugo í sýningahringnum og við erum ótrúlega stolt af þessum flotta Oportós syni. Oportó og afkvæmi fengu heiðursverðlaun og hún Fjóla okkar varð 2. Besti hundur tegundar með Alþjóðlegt meistarastig. Til hamingju Ella, Ragnar og Árni Gunnar með glæsilegan árangur Hugos.

Meistaraflokkur Rakkar
ISShCh RW-15 NLW-15 Loki (Hugo), Excellent, CAC, CACIB - BOB, BIG-1,BIS-3
C.I.E ISShCh SLOCh RW-14 Vadászfai Oportó, Excellent, Besti rakki II
ISShCh Holtabergs Astor, Good
Opinn flokkur Tíkur
Embla, Excellent
Meistaraflokkur Tíkur
ISShCh RW-13 Holtabergs Amíra Fjóla, Excellent, Besta tík I, BOS, CACIB
Oportó og afkvæmi (Fjóla, Embla og Hugo) Heiðursverðlaun

Dómari: Leif Ragnar Hjörth frá Noregi

Myndir frá sýningunni er að finna í myndabanka

ISShCh Holtabergs Astor

12. febrúar 2016
Holtabergs Astor hefur hlotið titilinn Íslenskur sýningameistari og er þar með þriðji í röðinni til að hljóta titilinn af afkvæmum Fífu okkar og Oportós. Astor hefur átt góðu gengi að fagna á sýningum og hefur meðal annars unnið tegundahóp 7, þá aðeins 16 mánaða gamall. Við óskum eigendum hans, Pétri Erni Gunnarssyni og fjölskyldu, innilega til hamingju með frábæran árangur Astors.  Við erum ákaflega stolt af Astori og vonandi eigum við eftir að sjá hann sem oftast á sýningum HRFÍ í framtíðinni.

Hugo stigahæðstur 2015

30. janúar 2016
Stigahæðsti hundur Fuglahundadeildar yfir sýningar 2015, með miklum yfirburðum er enginn annar en Ungverska vizslan ISShCh NLW-15 RW-15 Loki (Hugo). Hugo er búinn að eiga frábært sýningarár eins og lesa má um hérna á síðunni.  Hugo er undan Oportó okkar og Jarðar Heru. Við óskum eigendum Hugos, Ragnari Má Þorgrímssyni og Elínu Þorsteinsdóttur sem og ræktanda hans, Árna Gunnari Gunnarssyni, innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.

http://www.fuglahundadeild.is/Sidur.aspx?ArticleID=1262