ISShCh RW-13 Holtabergs Amíra Fjóla, C.I.E. SLO CH ISShCh ISVetCh RW-14-16 Vadászfai Oportó og C.I.E. ISShCh Jarðar Fífa

ISShCh RW-13 Holtabergs Amíra Fjóla, C.I.E. SLO CH ISShCh ISVetCh RW-14-16  Vadászfai Oportó og C.I.E. ISShCh Jarðar Fífa

Emblu hvolpar

6. desember 2017
Þá er Oportó okkar orðinn afi en Embla dóttir hans gaut 4 heilbrigðum og gullfallegum hvolpum núna í lok nóvember. Embla hefur verið sýnd á sýningum HRFÍ með frábærum árangri auk þess að vera með 1. einkunn í sækiprófi. Eigandi Emblu er Edda Sigurðardóttir. Faðir hvolpanna er Fieldpoint Aura, Börkur, innfluttur rakki frá Bretlandi í eigu Unnar Mílu Þorgeirsdóttur.

Við óskum þeim stöllum innilega til hamingju með þessa flottu viðbót í stofninn okkar og hlökkum til að fylgjast með hvolpunum í framtíðinni : ) 
 

 

Oportó stigahæsti öldungur 2017

Nóvembersýning HRFÍ 25 - 26. nóvember 2017
Eftir frábært gengi í öldunaflokki þetta árið endað Oportó okkar sem stigahæsti öldungur á sýningum HRFÍ 2017 og var heiðraður sérstaklega í lok sýningar af því tilefni. Hann hlaut einnig 4. sætið í Besti öldungur sýningar. Hugo vann tegundahóp 7 og hefur unnið grúbbuna allar sýningar ársins fyrir utan eitt skipti sem hann hlaut 2. sætið, algerlega magnaður árangur.  Krafla var valin Besta tíkin og Annar Besti hundur tegundar, en hún er undan Heru frá Selfossi og Oportó.  Oportó og afkvæmi hlutu 2. sætið í Besti afkvæmahópur dagsins.

International show - results
C.I.E. ISShCh ISVetCh SLOCh RW-14-16 Vadászfai Oportó Exc 1, BR2, CK, BÖS 4, Highest scored Veteran of all shows 2017 at the Icelandic kennel club!
C.I.E. ISShCh RW-15-17 NLM Loki Exc 1, BR, CK, CACIB BOB BIG!
ISShCh RW-13 Holtabergs Amíra Fjóla Exc 1, BT2, CK, R-CACIB
Kjarrhóla Krafla Exc 1 , BT, CK, CAC, CACIB BOS
Óporto and offsprings:  2. place in Best progeny group (Fjóla, Krafla, Hugo)

Dómari í tegund, tegundahópi 7 og afkvæmahópi: Frank Kane frá Bretlandi
Dómari í Besti öldungur sýningar: Marija Kavcic : Slóveníju

Photos  from the show can be seen under Myndir

 

 

Hugo 3. Best in show!

Haustsýning 24.september 2017
Enn og aftur sýndu Ungverskar vizslur frá okkur frábæran árangur á Haustsýningu HRFÍ.   Hugo sonur Oportós vann tegundahóp 7 og hlaut 3. sæti í BESTI HUNDUR SÝNINGAR!  Oportó hlaut 4. sæti í BESTI ÖLDUNGUR SÝNINGAR og er nú sem komið er stigahæðsti öldungur ársins 2017 á sýningum HRFÍ . Úrslit um stigahæðsta öldung ársins munu ekki ráðast fyrr en á síðustu sýningu ársins í nóvember.
Fjóla varð Besta tík tegundar og fékk sitt síðasta Alþjóðlega meistarastig. Oportó og Fjóla tóku síðan þátt í parakeppni og hlutu 1. sæti í BESTA PAR SÝNINGAR!  Hugo og Fjóla fengu einnig þátttökurétt á CRUFTS 2018

Börkur nýinnflutti rakkinn var  líka sýndur á sýningunni og stóð sig vel, fékk íslenskt meistarastig og v-alþjóðlegt meistarastig.

Dómari í tegund og grúbbu 7:  Rune Fagerström frá Finnlandi
Dómari í Besta par sýningar: Christine Rossier frá Sviss
Dómari í Besti öldungur sýningar: Nina Karlsdotter frá Svíþjóð
Dómari í Besti hundur sýningar: Torbjörn Skaar frá Svíþjóð

Nánari úrslit hérna fyrir neðan
 

International show september 2017

24.september 2017
C.I.E. SLO CH ISShCh ISVetCh RW-14-16 Vadászfai Oportó; Excellent, BR2, BOB veteran, Veteran CC, 4. place in BEST IN SHOW VETERAN!
C.I.E. ISShCh RW-15 NLW-15 Loki (Hugo); Excellent, BR1, BOB, Crufts qualifications for 2018, BIG1, 3. place in BEST IN SHOW!
ISShCh RW-13 Holtabergs Amíra Fjóla; BT1, BOS, CACIB, Crufts qualifications for 2018
Oportó and Fjóla, BEST BRACE IN SHOW/Besta par sýningar
Fieldpoint Aura(Börkur) Excellent, BR3, CC, V-CACIB

Photos from the show can be found under Myndir
Myndir frá sýningunni í myndabanka

Fieldpoint Aura Börkur

24.september 2017
Fieldpoint Aura, Börkur er innfluttur rakki frá Bretlandi í eigu Unnar Mílu Þorgeirsdóttur. Börkur kemur frá ræktanda sem leggur áherslu á veiðilínur í sinni ræktun. Börkur hefur sýnt góða vinnu á heiðinni og verður gaman að fylgjast með honum í framtíðinni.

Börkur var sýndur í fyrsta sinn á Haustsýningu HRFÍ og hlaut Excellent, Íslenskt meistarastig og V-Alþjóðlegt meistarastig. Við fögnum því að fá nýtt blóð til landsins og bjóðum Börk velkominn : )

Oportó með 1. einkunn á sækiprófi FHD

20. ágúst 2017
C.I.E. SLO CH ISShCh ISVet Ch RW-14-16 Vadászfai Oportó gerði sér lítið fyrir og hlaut 1. einkunn í opnum flokki í sækiprófi Fuglahundadeildar HRFÍ þann 12. ágúst s.l. Hann hlaut 9 fyrir leita og sækja, 8 fyrir vatnavinnu og 10 fyrir spor. Frábær árangur hjá þessum yndislega hundi sem er að gefa bæði falleg og hæfileikarík afkvæmi, en þess má geta að þau afkvæmi hans sem mætt hafa í veiðipróf hafa öll hlotið einkunnir.
Dómari var Patrik Sjöström frá Svíþjóð

Afkvæmi Oportós sem hlotið hafa einkunnir:
ISShCh RW-13 Holtabergs Amíra Fjóla, 1. einkunn í unghundaflokki í sækiprófi FHD
Holtabergs Atlas, 2. einkunn í unghundaflokki í sækiprófi Vorstehdeildar
C.I.E. ISShCh RW15-17, NLM Loki (Hugo) 3. einkunn í opnum flokki í  veiðiprófi fyrir standandi fuglahunda
C.I.E. ISShCh RW13-17 Embla 1. og 2. einkunn í opnum flokki, á tvöföldu sækiprófi FHD og Vorstehdeildar

 

Ummæli dómara í Sámi

20. ágúst 2017
Eftir hverja sýningu Hundaræktarfélags Íslands eru tekin viðtöl við dómara sem birtast í Sámi, blaði Hundaræktarfélags Íslands. Það er einstaklega gleðilegt þegar að dómarar nefna sérstaklega og hrósa tegundinni okkar. Sámur kom út í  júní s.l. og þar var að finna  ummæli dómara um ungversku vizsluna frá Alþjóðlegu sýningunni í nóvember 2016 og Alþjóðlegu Norðurljósasýningunni í mars 2017

George Schogol frá Georgíu
"Ræktendur ungverskrar vizslu á Íslandi mættu vera stoltir því þeir væru greinilega á réttri leið í ræktun, tegundin hafi verið samleit og af réttri tegundagerð"

Attila Czeglédi frá Ungverjalandi
  Hrifinn af vizslunni
"Attila Czeglédi vildi byrja á því að hrósa þjóðarhundinum sínum, ungverskri vizslu. Hann hefði séð tvo hunda, ungan rakka og öldungsrakka og komu gæðin honum virkilega vel á óvart. Ungi rakkinn vann tegundahóp 7 og öldungurinn varð annar besti öldungur sýningar, báðir virkilega tegundatýpískir af réttri týpu upprunalandsins, höfðu
góðar hreyfingar með falleg höfuð. Hann sagði virkilega mikilvægt að byrja ræktun
tegundar vel þegar ný tegund væri flutt til landsins því ef eitthvað vantaði upp á í
upphafi gæti reynst erfitt að rækta það til betri vegar síðar."

Astor óskar eftir heimili

Holtabergs Astor er að leita að góðu heimili til frambúðar. Hann er 6 ára undan Fífu og Oportó. Sem hvolpur var Astor villingurinn í gotinu, klár og útsjónasamur.  Astor þarf eigendur sem eru ekki með ung börn, eru tilbúnir að vinna með hann, gefa honum gott atlæti, aga og góða daglega hreyfingu. Reynsla af hundahaldi er skilyrði.  Áhugasamir geta sent póst á hildur@vizsla.is

Embla með 1. einkunn á sækiprófi FHD

14. júlí 2017
Sækipróf Fuglahundadeildar HRFÍ var haldið dagana 8. - 9. júlí. Að þessu sinni tók ungverska vizslan Embla þátt báða dagana og hlaut 2. einkunn fyrri daginn og  
1. einkunn seinni daginn. Embla er fyrsta vizslan hér á landi til að hljóta einkunn í Opnum flokki á sækiprófi. Frábær árangur hjá Emblu sem er undan Oportó okkar og Jarðar Heru. Eigandi Emblu er Edda Sigurðardóttir og óskum við henni innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.

Dómari: Dag Teien frá Noregi