Leiðarvísir

Þið sem komið frá Reykjavík akið Reykjanesbrautina, þegar þið komið að Grindavíkurgatnamótunum þá er beygt til Grindavíkur, eitthvað um 1 Km, á Grindavíkurvegi er beygt til vinstri á móts við afleggjara til Seltjörn (sjá mynd), þetta er malarvegur, það er ein beygja til hægri á veginum, haldið ykkur til vinstri á veginum, akið þann veg alveg til enda þá eru þið komin að Snorrastaðatjarnir / Háibjalli

Þar komið þið að plani og best að leggja bílnum þar, það er líka hægt að fara lengra (niður brekkuna) en þá gæti orðið erfitt að komast upp aftur þannig að ég mæli ekki með því nema að þið séuð á fjórhjóla drifnum bíl.

Háibjalli
Bjallinn er misgengi sem er austast af fimm misgengjum sem ganga út úr Vogastapa til suðvesturs. Skógrækt hófst við Háabjalla 1949 og er þar nú gróðursæll skógarreitur í eigu Skógræktar- og landgræðslufélagsins Skógfells. Þangað er aðeins um 20 mínútna göngufjarlægð frá Vogum og verður aðgengi þangað til fyrirmyndar þegar undirgöng undir Reykjanesbraut hafa verið opnuð.

Snorrastaðatjarnir
Skammt frá Háabjalla eru Snorrastaðatjarnir, Þær eru gróskumiklar og mikilvægur áningastaður farfugla vor og haust. Oftast er talað um að tjarnirnar séu þrjár en þær sýnast þó fleiri í vætutíð. Snorrastaðatjarnir og Háibjalli eru á náttúruminjaskrá

Sveinn Ævarsson